Jón Trausti Harðarson vann félaga sinn Dag Ragnarsson 1 ½ : ½ í einvígi þeirra um sæmdarheitið Skákmeistari Skákskóla Íslands 2015 sem fram fór á mánudagskvöldið. Þeir urðu efstir og jafnir á meistaramótiskólans sem fram fór um helgina hlutu báðir 5 ½ vinning af sex mögulegum, gerðu jafntefli innbyrðis og unnu aðrar skákir sínar. Hefð er fyrir því að teflt sé um titilinn, farandbikar og 1. verðlaun sem að þessu sinni voru 50 þús. króna ferðavinningur á skákmót erlendis og 35 þús. uppihaldskostnaðurað auki.
Þeir tefldu skákir sínar á mánudagskvöldið með tímfyrirkomulaginu 30 30 og lauk fyrri viðureign þeirra með jafntefli en Dagur hafði hvítt. Seinni skákina vann Jón Trausti og þar með einvígið. Samstarfsaðili Skákskólans varðandi meistaramótið var GAMMA. Flokkaskipting með góðum verðlaunum í báðum flokkum þótti takast vel og verður væntanlega haldi áfram á sömu braut með það fyrirkomulag á meistaramóti skólans. Þetta er í fyrsta sinn sem Jón Trausti vinnur Meistaramót Skákskólans en Dagur sigraði örugglega á mótinu í fyrra. 
